Erlent

Ráðist á bandaríska ferðamenn með sýru í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan í Marseille segir að ekki sé um hryðjuverk að ræða.
Lögreglan í Marseille segir að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Vísir/AFP
Ráðist var á fjórar bandarískar konur með sýru í Frakklandi í dag. 41 árs gömul kona hefur verið handtekin fyrir árásina sem átti sér stað á lestarstöð í Marseille. Tvær af konunum hlutu sár á andlitum og er önnur þeirra sögð hafa mögulega fengið sýru í augun. Allar konurnar fjórar eru á þrítugsaldri.

Talskona slökkviliðsins í Marseille segir konurnar tvær hafa orðið fyrir smávægilegum sárum vegna sýrunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Konurnar munu hafa verið á leið til Parísar þegar árásin var gerð. Lögreglan segir árásarkonuna ekki tengjast hryðjuverkasamtökum, heldur eigi hún við geðræn vandamál að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×