Erlent

Aráoz nýr forsætisráðherra í Perú

Atli Ísleifsson skrifar
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, og Mercedes Aráoz, nýr forsætisráðherra landsins.
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, og Mercedes Aráoz, nýr forsætisráðherra landsins. Vísir/AFP
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, hefur skipað Mercedes Aráoz sem nýjan forsætisráðherra landsins. Þetta var gert tveimur dögum eftir að þing landsins samþykkti vantraust á ríkisstjórn Fernando Zavala.

Aráoz gegndi embætti fjármálaráðherra á árunum 2006 til 2011, á þeim tíma er Alan García varaforseti.

Aráoz tekur við embætti forsætisráðherra af Fernando Zavala sem settist í stól forsætisráðherra sumarið 2016. Alls áttu átján ráðherrar sæti í ríkisstjórn Zavala.

Keiko Fujimori, dóttir fyrrverandi forsetans Alberto Fujimori, er leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins sem er nú með meirihluta á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×