Fótbolti

Sjáðu fjörið í Íslendingalestinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere.

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætti Pólverjum í Helsinki í morgun og steinlá því miður, 61-91.

Rúmlega 800 stuðningsmenn Íslands fóru svo í lest yfir til Tampere þar sem fótboltalandsliðið mætir Finnum í undankeppni HM.

Arnar Björnsson skellti sér um borð í Íslendingalestina og spjallaði við hressa stuðningsmenn Íslands.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Fylgjast má með leik Finnlands og Íslands í beinni textalýsingu með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt

Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik.

Sama byrjunarlið og síðast

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, stillir upp sama byrjunarliði gegn Finnum og hann gerði í 1-0 sigrinum á Króötum í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×