Golf

Aron setti vallarmet á Akureyri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Snær Júlíusson
Aron Snær Júlíusson mynd/gsí
Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, setti nýtt vallarmet á Jaðarsvelli á Akureyri í dag þegar hann lék holurnar 18 á 64 höggum, eða 7 höggum undir pari.

Bose mótið í golfi fór fram á Jaðarsvelli í dag, en mótið er það fyrsta í Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2017-18.

Aron Snær fór með sigur á mótinu og lék samtals á 10 höggum undir pari. Sigur hans var aldrei í hættu, en næstu menn voru á 6 höggum yfir pari og vann hann því með 16 högga forystu.

Sigurinn var annar sigur Arons í röð á Eimskipsmótaröðinni, en hann sigraði á Securitasmótinu, sem var lokamót síðasta tímabils mótaraðarinnar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki á 3 höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×