Viðskipti erlent

Saksóknari í París áfrýjar sýknudómi yfir Björgólfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. Vísir

Embætti saksóknara í París hefur áfrýjað sýknudómi yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanns bankans í Lúxemborg, ásamt sjö öðrum sem ákærðir voru vegna málsins. Greint var fyrst frá áfrýjuninni hér á landi á vef Ríkisútvarpsins.

Eru þeir sakaðir um að hafa blekkt hundrað manns til að taka veðlán hjá Landsbankanum.

Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum fyrir hrun. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun.

Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum.

Á vef Paperjam er greint frá því að þessi ákvörðun saksóknara, að áfrýja dómnum, veki nýja von í brjósti þeirra sem telja sig vera svikna í viðskiptum við bankann.

Fengu viðskiptavinirnir lán út á fullt veð í eignum sínum á þeim forsendum að þeir fengju aðeins fjórðung af lánunum en restin færi í fjárfestingarsjóð. Hagnaðurinn af fjárfestingarsjóðnum átti síðan að greiða upp lánið.


Tengdar fréttir

Björgólfur og félagar sýknaðir í París

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,75
9
104.677
VOICE
0,86
11
520.466
ORIGO
0,82
3
6.831
TM
0,71
5
37.836
HAGA
0,7
23
1.688.932

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,37
9
133.580
GRND
-1,66
7
49.195
MARL
-1,46
18
246.597
N1
-0,78
13
238.923
SKEL
-0,71
7
71.529