Viðskipti erlent

Saksóknari í París áfrýjar sýknudómi yfir Björgólfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. Vísir
Embætti saksóknara í París hefur áfrýjað sýknudómi yfir Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, og Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi yfirmanns bankans í Lúxemborg, ásamt sjö öðrum sem ákærðir voru vegna málsins. Greint var fyrst frá áfrýjuninni hér á landi á vef Ríkisútvarpsins.

Eru þeir sakaðir um að hafa blekkt hundrað manns til að taka veðlán hjá Landsbankanum.

Rannsóknin hófst eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum fyrir hrun. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun.

Hundruð fasteignaeiganda, þar á meðal söngvarinn frægi Enrico Macias, sökuðu Björgólf og félaga um að hafa svikið þá með flóknum viðskiptafléttum.

Á vef Paperjam er greint frá því að þessi ákvörðun saksóknara, að áfrýja dómnum, veki nýja von í brjósti þeirra sem telja sig vera svikna í viðskiptum við bankann.

Fengu viðskiptavinirnir lán út á fullt veð í eignum sínum á þeim forsendum að þeir fengju aðeins fjórðung af lánunum en restin færi í fjárfestingarsjóð. Hagnaðurinn af fjárfestingarsjóðnum átti síðan að greiða upp lánið.


Tengdar fréttir

Björgólfur og félagar sýknaðir í París

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa blekkt yfir hundrað manns til að taka veðlán hjá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×