Lífið

„Mamma ég er ljótasta stelpa sem ég þekki“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Pink með dóttur sinni og eiginmanni á rauða dreglinum fyrir VMA verðlaunahátíðina
Pink með dóttur sinni og eiginmanni á rauða dreglinum fyrir VMA verðlaunahátíðina
Pink vakti athygli með ræðu sinni á MTV VMA verðlaununum á sunnudaginn. Pink mætti á viðburðinn með eiginmann sinn og dótturina Willow. Þar afhenti Ellen DeGeneres söngkonunni heiðursverðlaun hátíðarinnar. Í ræðu sinni sagði Pink sögu af sex ára dóttur sinni.  

Þegar Pink keyrði Willow í skólann á dögunum sagði litla stúlkan við móður sína:  

„Mamma ég er ljótasta stelpa sem ég þekki... ég lít út eins og strákur með sítt hár.“

Hún ákvað að gera Powerpoint glærusýningu fyrir Willow um söngvara sem voru samkvæmir sjálfum sér og létu orð annarra eða stríðni ekki stoppa sig. Nefndi hún stjörnur eins og Michael Jackson, David Bowie, Freddie Mercury, Annie Lennox, Prince, George Mickael og Elton John.

Pink útskýrði fyrir dóttur sinni að ef hún sjálf væri gagnrýnd, þá væri það fyrir að vera eins og strákur, með of mikið af vöðvum eða með of sterkar skoðanir. Í kjölfarið benti hún dóttur sinni á að hún reyndi samt ekki að láta hárið sitt vaxa eða breyta sínum líkama á neinn hátt. Samt væri hún að fylla tónleikahallir um allan heim.

Hún sagði dóttur sinni að breytast ekki, „Við hjálpum öðrum að breytast svo þau geti séð fleiri útgáfur af fegurð.“ Pink þakkaði öllum listamönnunum í salnum fyrir að veita innblástur og endaði svo ræðu sína á að segja Willow að hún væri falleg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×