Erlent

Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þrettán þúsund manns hefur verið bjargað í Houston og hafa rúmlega sautján þúsund flúið til fjöldahjálparstöðva.
Minnst þrettán þúsund manns hefur verið bjargað í Houston og hafa rúmlega sautján þúsund flúið til fjöldahjálparstöðva. Vísir/Getty
Tuttugu eru látnir vegna óveðursins Harvey og flóða í Texas samkvæmt AP fréttaveitunni. Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston í fyrsta sinn í nokkra daga og óttast er að tala látinna muni hækka á næstu dögum.

Þegar vatnið hverfur mun eyðileggingin koma betur í ljós en ljóst er að hún er mikil eftir fellibylinn. Reiknað er með því að 30 til 40 þúsund heimili hafa orðið fyrir skemmdum. Enn er mikið um símtöl til Neyðarlínunnar á svæðinu í kringum Houston, en þangað berast rúmlega þúsund símtöl á klukkustund samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.



Þá hafa fregnir borist af ránum og glæpum og var fólki skipað að vera ekki úti eftir miðnætti í nótt.

Minnst þrettán þúsund manns hefur verið bjargað í Houston og hafa rúmlega sautján þúsund flúið til fjöldahjálparstöðva.

Harvey kom aftur á land í dag og að þessu sinni í Louisiana. Dregið hefur verulega úr styrk fellibylsins en búist er við því að hann muni á næstu dögum fara yfir Louisiana, Mississippi, Tennessee og Kentucky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×