Viðskipti erlent

Persónuupplýsingar frægra notenda Instagram í höndum hakkara

Samúel Karl Ólason skrifar

Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Instagram segja galla í kóða miðilsins hafa gert hökkurum kleift að koma höndum yfir símanúmer og póstföng frægra notenda. Hakkararnir munu þó ekki hafa náð lykilorðum og öðrum persónuupplýsingum.

Fyrirtækið, sem er í eigu Facebook, lét notendur vita en hefur þó ekki tekið fram hve margra atvikið nær til. Þá segir fyrirtækið að búið sé að laga gallann sem hakkararnir beittu.

Þeir notendur sem fengu skilaboð frá Instagram voru beðnir um að fara varlega þegar kemur að skilaboðum og símtölum frá óþekktum aðilum.

Rúmlega 500 milljónir manna notast við Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,43
39
632.150
SJOVA
2,31
11
350.911
VIS
1,29
1
494
HAGA
1,08
8
125.614
EIM
0,71
5
36.098

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,4
8
38.277
ORIGO
-0,48
1
927
ARION
-0,47
41
40.420
MARL
-0,32
6
64.341
REGINN
-0,22
7
102.573