Enski boltinn

Misstu Llorente en fengu Bony aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fernando Llorente fagnar með Gylfa Þór Sigurðssyni.
Fernando Llorente fagnar með Gylfa Þór Sigurðssyni. vísir/getty
Tottenham gekk í kvöld frá kaupunum á spænska framherjanum Fernando Llorente frá Swansea City. Llorente skrifaði undir tveggja ára samning við Tottenham.

Llorente skoraði 15 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að velska liðið hélt sæti sínu í deildinni.

Til að fylla skarð Spánverjans fékk Swansea Wilfried Bony frá Manchester City.

Bony þekkir vel til hjá Swansea en hann lék með velska liðinu á árunum 2013-15.

Fílbeinsstrendingurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Swansea með möguleika á eins ári til viðbótar.




Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×