Erlent

Norðmenn duglegir að kjósa utan kjörfundar

Atli Ísleifsson skrifar
Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.
Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins. Vísir/epa
Um 225 þúsund Norðmenn hafa þegar kosið til nýs þings í landinu, en kosningar fara fram í landinu eftir rúman hálfan mánuð. Fyrst var hægt að kjósa utan kjörfundar fyrir tveimur vikum.

Aldrei hafa fleiri kosið utan kjörfundar í Noregi en árið 2013 þegar um 855 þúsund manns nýttu möguleikann.

Landskjörstjórn reiknar með að metið kunni að verða slegið í ár, en fjöldi sveitarstjórna segja áhugann hafa aukist borið saman við fyrri kosningar.

Í samtals 173 sveitarfélögum, meðal annars Ósló, Stafangri og Þrándheimi, verða kjörstaðir opnir í tvo daga, sunnudaginn 10. september og mánudaginn 11. september.

Ný skoðanakönnun Aftenposten sýnir að Verkamannaflokkurinn mælist með mest fylgi, 27,3 prósent, en nokkuð hefur dregið úr fylgi flokksins. Hægriflokkurinn, flokkur Ernu Solberg forsætisráðherra, mælist með 25,1 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×