Skýr merki um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 10:33 Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Vísir/pjetur Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“ Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“
Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15
Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00