Skýr merki um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 10:33 Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Vísir/pjetur Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“ Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Skýr merki má greina í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostanfirði, sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar, um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í tilkynningu frá Hafró vegna rannsóknarinnar segir að erfðablöndun hafi verið könnuð meðal náttúrulegra laxa í nágrenni við eldissvæðin á Vestfjörðum. Þá var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna sen samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæði frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með 15 örtunglum.Erfðablöndunin breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna hér á landi „Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika,“ segir í tilkynningu Hafró. Þá segir jafnframt að erfðablöndun vð eldislax hafi breytt erfðasamsetningu margra villtra laxastofna á náttúrulegu útbreiðslusvæði laxa í heiminum og valdið breytingum á þeim þáttum sem snúa að hæfni þeirra og lífsögu. Auk þess er þess getið að í Noregi er talið að erfðablöndun sé helsta ógnin við villta laxastofna þar í landi. „Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna verið stundað með hléum í nokkurn tíma og hefur framleiðslan jafnan verið fremur lítil eða nokkur þúsund tonn á ári. Leyfi hafa nú verið veitt fyrir 40.000 tonna eldi og til viðbótar bíða mats á umhverfisáhrifum áætlanir um tugþúsunda tonna framleiðslu. Aðeins má stunda laxeldi í sjókvíum á ákveðnum svæðum við landið. Á þeim svæðum eru almennt takmarkaðar upplýsingar um stofna laxa og laxfiska og möguleg áhrif eldisins á villta laxastofna hafa til þessa ekki verið rannsökuð.“
Tengdar fréttir Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00 Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15 Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Vill ekki fá fiskeldisfólk í samtökin Bjarni segir Skagafjörð greiða fjögur hundruð þúsund krónur á ári til Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fá sveitarfélög með ólíka hagsmuni eigi aðild að samtökunum. 25. ágúst 2017 06:00
Ekki Hafró að ákveða hvort Vestfirðingar auki laxeldi Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir Vestfirðinga orðna þreytta á röddum um að gera eigi eitthvað annað. 26. júlí 2017 13:15
Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. 24. ágúst 2017 06:00