Erlent

Bandarískir hershöfðingjar mæta til Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Spennan hefur verið mikil á Kóreuskaga síðustu vikurnar.
Spennan hefur verið mikil á Kóreuskaga síðustu vikurnar. Vísir/AFP
Æðstu hershöfðingjar Bandaríkjahers mæta í dag til Suður-Kóreu til fundar með suður-kóreska forsetanunum og hernaðaryfirvöldum þar í landi.

Þá birta þeir Rex Tillerson utanríkisráðherra og James Mattis varnarmálaráðherra grein í Wall Street Journal í dag þar sem þeir benda á að það sé markmið Bandaríkjanna að leysa deiluna á Kóreuskaga á friðsamlegan hátt með kjarnorkuafvopnun en ekki breytingu á stjórnarfari í Norður-Kóreu.

Þeir segja að Bandaríkin hafi engan áhuga á að skaða almenning í Norður-Kóreu sem hefur lengi þurft að líða fyrir hörku einræðisstjórnarinnar þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×