Viðskipti innlent

Hlutabréf í Högum ekki lægri í tæp fjögur ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup.
Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. vísir/anton brink
Gengi bréfa í Högum hefur ekki verið lægra í tæp fjögur ár.

Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 4,22 prósent í 349 milljón króna viðskiptum og nemur nú sölugengið 35,2 krónum á hvert bréf. Fara þarf aftur til 28. október 2013 til að gengi bréfanna sé jafn lágt.

Gengið hefur lækkað umtalsvert frá komu Costco til landsins í lok maí úr 55,2 krónum í 35,2 krónur, eða sem nemur 36 prósenta lækkun.

Hagar reka meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónus.


Tengdar fréttir

Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco

Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×