Viðskipti innlent

Ragnhildur Geirsdóttir aðstoðarforstjóri WOW air

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ragnhildur Geirsdóttir
Ragnhildur Geirsdóttir WOW
Ragnhildur Geirsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarforstjóri WOW air. Sem aðstoðarforstjóri mun megin verkefni hennar felast í að hafa umsjón með daglegum rekstri félagsins.

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW hyggst með tilkomu Ragnhildar einbeita sér að langtíma stefnumótun og uppbyggingu félagsins erlendis og að innleiðingu á tækninýjungum sem hafa ekki áður þekkst í flugheiminum.

Ragnhildur hefur síðustu fimm ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum hf. Þar áður var hún forstjóri Promens hf. auk þess sem hún var framkvæmdastjóri Rekstrarstýringar og forstjóri Flugleiða hf/FL Group hf. Þá hefur hún einnig setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja hérlendis sem og erlendis.

Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt. Hún lauk CS prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskólann í Wisconsin árið 1996 og MS prófi í viðskiptafræði frá sama skóla 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×