Erlent

Ellefu manns fórust þegar þeir urðu undir tré á Madeira

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að um eikartré sé að ræða sem var um tvö hundruð ára gamalt.
Talið er að um eikartré sé að ræða sem var um tvö hundruð ára gamalt. Vísir/EPA
Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og tugir særðust eftir að tré féll á hóp manna sem var saman kominn vegna trúarathafnar á portúgölsku eyjunni Madeira.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tréð hafi fallið á þéttan hóp sem var saman kominn á torgi í úthverfi bæjarins Funchai. Tvö börn eru meðal hinna látnu.

Talið er að um eikartré sé að ræða sem var um tvö hundruð ára gamalt. Björgunaraðilar hafa verið á vettvangi frá því að atvikið átti sér stað og eru að sinna hinum særðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×