Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna? Gunnhildur Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar