Viðskipti innlent

Ísland áttunda besta landið fyrir nýsköpun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Viðskiptahraðlar eru vinsælir hér á landi hér má sjá hópinn sem tók þátt í Startup Reykjavík síðasta sumar.
Viðskiptahraðlar eru vinsælir hér á landi hér má sjá hópinn sem tók þátt í Startup Reykjavík síðasta sumar. Startup Reykjavík
Ísland er komið í 8. sæti á listanum yfir þau ríki sem standa sig hvað best í nýsköpun samkvæmt nýrri mælingu European Innovation Scoreboard. Í fyrri mælingu var Ísland í 13. sæti og hefur því hoppað upp um fimm sæti. Samtök iðnaðarins greina frá þessu.

Á listanum eru 37 ríki Evrópu og annarra nágrannaríkja sem eru mæld í samanburði við hvort annað. Sviss trónir á toppnum með hæsta skorið, þar á eftir koma Svíþjóð og Danmörk.

Samtök iðnaðarins hafa sett sér það markmið að Ísland verði meðal fimm efstu landa á listanum árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×