Erlent

Finnska lögreglan segir árásina hafa beinst sérstaklega að konum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óstaðfestar heimildir BBC herma að sex af þeim átta fórnarlömbum árásarinnar séu konur.
Óstaðfestar heimildir BBC herma að sex af þeim átta fórnarlömbum árásarinnar séu konur. Vísir/afp
Lögreglan í Finnlandi segir að árásarmaðurinn hafi, að því er virðist, reynt að stinga sem flestar konur. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC herma að sex af þeim átta sem slösuðust í árásinni hafi verið konur. Athygli er þó vakin á því að þetta eru ekki staðfestar upplýsingar frá lögreglu.

Árásarmaðurinn gekk inn á markaðstorgið Puutori í suðvesturhluta borgarinnar Turku í Finnlandi um fjögurleytið að staðartíma í gær. Hann réðst á fólk, vopnaður hnífi, með þeim afleiðingum að tveir létust. Árásarmaðurinn er af marokkóskum uppruna og er innflytjandi í Finnlandi. Hann náðist skömmu eftir árásina og var skotinn í fótinn af lögreglu.

Tveir finnskir ríkisborgarar létust í árásinni og á meðal þeirra særðu er Breti, Ítali og tveir Svíar.

Í nótt voru fimm, til viðbótar, handteknir í aðgerðum lögreglunnar grunaðir um aðild að ódæðinu. Hlutverk þeirra sem handteknir voru í nótt er nú til rannsóknar en lögregluyfirvöld hafa gefið út að þeir hafi verið í samskiptum við árásarmanninn.


Tengdar fréttir

Sendiherra segir Finna óttaslegna

Fimm voru handteknir í Finnlandi í nótt í tengslum við hnífaárás á markaðstogi í borginni í Turku í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×