Erlent

„Skytturnar“ dæmdar í lífstíðarfangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mennirnir fjórir sem kölluðu sig skytturnar.
Mennirnir fjórir sem kölluðu sig skytturnar. Vísir/EPA
Fjórir menn sem kölluðu sig „skytturnar“ hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverk í Bretlandi. Þeir ætluðu sér að beita hnífum og sprengju til þess að myrða fólk. Þeir gætu átt rétt á reynslulausn eftir tuttugu ár, nema einn sem gæti sloppið úr fangelsi eftir fimmtán ár.

Mennirnir voru handteknir í ágúst í fyrra þegar lögregluþjónar fundu rörasprengju og önnur vopn í bíl eins þeirra. Einnig fannst meðal annars skotfæri, gerviskammbyssa og stór hnífur sem búið var að rista orðið „kafir“ á (Vantrúaður).

Mennirnir neituðu allir að hafa ætlað sér að fremja árás og sökuðu óeinkennisklæddan lögregluþjón sem var kallaður Vincent um að hafa komið hlutunum fyrir, samkvæmt frétt Sky News.



Vincent rak gervifyrirtæki sem hét Hero Couriers og þegar einn mannanna hóf vinnu hjá fyrirtækinu hugðust lögregluþjónar koma hlerunarbúnaði fyrir í bíl hans. Þá fundu þeir munina.

Ekki liggur fyrir hvar mennirnir ætluðu sér að gera árás.

Þrír mannanna hittust í fangelsi í Bretlandi, þar sem þeir sátu inni fyrir hryðjuverkatengda glæpi. Sá fjórði er sagður hafa gengið til liðs við þá síðar, en stærðarinnar sverð fannst í bíl hans við leit lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×