Erlent

Jarðskjálftinn í Eyjahafi: Svíi fórst þegar þakið hrundi á skemmtistað

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 1:30 að staðartíma.
Skjálftinn varð klukkan 1:30 að staðartíma. Vísir/AFP
Tveir eru látnir og um hundrað særðust þegar skjálfti 6,5 að stærð varð í Eyjahafi í nótt.

Grískir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu þar í landi að sænskur maður hafi farist þegar þakið hrundi á skemmtistaðnum White Corner á eyjunni Kos. Þá greinir Guardian frá því að að tveir Svíar til viðbótar og Norðmaður hafi slasast alvarlega.

Skjálftinn varð klukkan 1:30 að staðartíma, suðvestur af tyrkneska ferðamannabænum Marmaris og nærri grísku eyjunni Kos í Eyjahafi. AP greinir frá því að upptök skjálftans hafi verið á tíu kílómetra dýpi, tíu kílómetrum suður af Bodrum í Trklandi og sextán kílímetrum aust-norðaustur af Kos.

Í frétt SVT segir að sænska utanríkisráðuneytið hafi staðfest að einhverjir Svíar hafi slasast í skjálftanum, en hefur enn ekki viljað staðfesta að Svíi hafi látið lífið.

Grísk yfirvöld hafa varað við að íbúar og ferðamenn á eyjunum í Eyjahafi megi eiga von á eftirskjálftum.

Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu hafa engar fréttir borist af slösuðum Íslendingum þó að vitað sé um einhverja Íslendinga á Kos.

Uppfært 11:14: Sænska utanríkisráðuneytið hefur nú staðfest að sænskur karlmaður á þrítugsaldri hafi farist í skjálftanum.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×