Viðskipti innlent

Sigrún Lilja nýr forstöðumaður alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sigrún Lilja vann áður sem framkvædmastjóri íslenska dansflokksins.
Sigrún Lilja vann áður sem framkvædmastjóri íslenska dansflokksins. Vísir/GVA
Nýr forstöðumaður Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands hefur verið ráðin. Sú er Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir.  Mun hún taka við starfi Huldu Bjarnadóttur og hefur hún formlega störf 1. ágúst næstkomandi.

Sigrún á fjölbreyttan feril að baki. Hún lærði hagfræði hjá Háskóla Íslands og er með  cand. merc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Þá hefur Sigrún starfað sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hún var einnig ein þeirra sem stofnaði listahópinn Á vit.

Sigrún hefur jafnframt unnið að samantekt skýrslu um Gjaldtökuleiðir í ferðaþjónustu fyrir Stjórnstöð ferðamála ásamt því að hafa starfað sem framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins og Miðborgar Reykjavíkur. Hún situr auk þess í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×