Erlent

Þrír í haldi fyrir að ræna leigubílstjóra í Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Lögregla í Danmörku hefur handtekið þrjá menn sem grunaðir eru um röð rána gegn leigubílstjórum í dönsku höfuðborginni. Frá þessu greinir talsmaður lögreglu í samtali við Ritzau.

Lögregla hefur fengið tilkynningar um sex rán sem hafa beinst gegn leigubílstjórum síðan í apríl og hafa fimm þeirra átt sér stað á síðustu þremur vikum.

Leigubílstjórunum var hótað með hníf og gert að láta peninga og önnur verðmæti af hendi.

Mennirnir voru handteknir í gær, en þeir eru á aldrinum átján til nítján ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×