Erlent

Þrír Ísraelar stungnir til bana á Vesturbakkanum

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil ólga hefur ríkt á svæðinu eftir að ísraelsk stjórnvöld kynntu nýjar öryggisráðstafanir nærri Haram al-Sharif moskunni í Jerúsalem.
Mikil ólga hefur ríkt á svæðinu eftir að ísraelsk stjórnvöld kynntu nýjar öryggisráðstafanir nærri Haram al-Sharif moskunni í Jerúsalem. Vísir/afp
Þrír Ísraelsmenn voru stungnir til bana á landnemasvæðinu Halamish, nærri borginni Ramallah á Vesturbakkanum í gær.

Talið er að um hefndarárás hafi verið að ræða en mikil ólga hefur ríkt á svæðinu eftir að ísraelsk stjórnvöld kynntu nýjar öryggisráðstafanir nærri Haram al-Sharif moskunni í Jerúsalem.

Talsmaður ísraelska hersins segir að árásarmaðurinn hafi verið skotinn og handsamaður.

Mikil mótmæli brutust út í borginni í gær og létu þrír Palestínumenn lífið í átökum við lögreglu og mörg hundruð særðust.

Ísraelsk stjórnvöld ákváðu að setja upp málmleitartæki við moskuna eftir að tveir lögreglumenn voru drepnir þar í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×