Erlent

Forseti Póllands hefur 21 dag til að gera upp hug sinn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þúsundir mótmæla í Varsjá og krefjast þess að forsetinn hafni umdeildum lögum.
Þúsundir mótmæla í Varsjá og krefjast þess að forsetinn hafni umdeildum lögum. Vísir/getty
Andrzej Duda, forseti Póllands hefur 21 dag til að ákveða hvort hann hyggist staðfesta umdeild lög sem fela í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Samkvæmt lögunum munu allir sitjandi dómarar við Hæstarétt láta af störfum. Efri deild pólska þingsins samþykkti frumvarpið á dögunum að því er fram kemur í frétt The Guardian.

Andstæðingar frumvarpsins og talsmenn Evrópusambandsins hafa bent á það að löggjöfin grafi undan lýðræðislegum ferlum en frá því hægristjórn flokksins Laga og réttlæts tók við völdum árið 2015 hefur hún komið á ýmsum breytingum sem vakið hafa óánægju og reiði fjölda fólks.

Mótmælendur taka höndum saman í baráttunni gegn ofríki ríkisstjórnarinnar.Vísir/getty
Þúsundir mótmælenda eru samankomnir í Varsjá og borgum Póllands til að mótmæla lagasetningunni. Þeir vilja tryggja sjálfstæði dómaranna í landinu gagnvart hinu pólitíska valdi og hrópa „óháðir dómstólar!“

Kannanir sýna að um 55% Pólverja vilja að forseti landsins Aldrzej Duda, synji lögunum staðfestingar en 29% eru hliðhollir lagasetningunni. Duda hefur 21 dag til að gera upp hug sinn en Andrzej Łapiński, talsmaður forseta, sagði ósamræmis gæta í löggjöfinni og að hún væri ekki gallalaus. Hann vildi þó ekki tjá sig um það hvað forsetinn hygðist gera.

Í gær héldu mótmælendur á fánum Evrópusambandsins og Póllands.Vísir/getty
Mikill fjöldi var saman kominn til að mótmæla lagasetningunni. Fólkið vill tryggja sjálfstæði dómara landsins.Vísir/getty

Tengdar fréttir

Þúsundir mótmæla lögum um dómara í Póllandi

Þúsundir manna með pólska fánann og fána Evrópusambandsins komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lögum um skipan dómara í landinu. Efri deild pólska þingsins samþykkti frumvarpið í gær en það felur í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi

Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×