Viðskipti innlent

Nýskráning einkahlutafélaga fækkar um 11 prósent

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þá hefur gjaldþrotabeiðnum á öðrum ársfjórðungi fækkað um 55 prósent.
Þá hefur gjaldþrotabeiðnum á öðrum ársfjórðungi fækkað um 55 prósent. Hagstofan
Nýskráning einkahlutafélaga hefur fækkað um ellefu prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í dag eru skráningar 689 og í fyrra voru þær 771. Þá hafa 157 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta.

Gjaldþrotabeiðnum fyrirtækja hefur fækkað um 55 prósent á öðrum ársfjórðungi en árið 2016 voru beiðnirnar 352 talsins. Þá hefur gjaldþrotum fækkað í flestum atvinnugreinum að mati Hagstofunnar og gjaldþrotabeiðnir á síðastliðnum 12 mánuðum, frá tímabilinu júlí 2016 til júní 2017, hefur fækkað um 16 prósent miðað við árið þar á undan.

Flestar nýskráningar voru í fjármála og vátryggingarstarfsemi eða 111 skráningar. Þá voru 94 skráningar  í byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð og fasteignaviðskiptum. Þá voru 2643 ný einkahlutafélög skráð á síðustu 12 mánuðum frá júlí 2016 til júní 2017. Skráningum hefur því fjölgað um tíu frá fyrra ári eða úr 2.633 skráningum.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hefur nýskráningum fjölgað um tólf í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×