Lífið

Krókódíll dró kú út í á

Samúel Karl Ólason skrifar
Krókódíllin var fimm til sex metra langur.
Krókódíllin var fimm til sex metra langur.
Áströlskum veiðimönnum brá heldur í brún á dögunum þegar þeir sáu risastóran krókódíl draga kú út í á sem þeir voru að veiða í. Nánar tiltekið í Ordá í norðurhluta Ástralíu. Mennirnir drógu myndavélarnar á loft og fylgdu krókódílnum eftir á bát og með dróna. Þeir telja krókódílinn hafa verið fimm til sex metra langan.

Myndband af krókódílnum og kúnni óheppnu var svo birt á Facebook í gær. Þar skrifuðu veiðimennirnir að krókódíllinn hafi fælst á endanum og reyndi hann að draga kúnna undir yfirborð árinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×