Erlent

Tuttugu handteknir vegna „hefndarnauðgunar“ í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Stúlkunni mun hafa verið nauðgað fyrir framan meðlimi öldungaráðs og foreldra hennar.
Stúlkunni mun hafa verið nauðgað fyrir framan meðlimi öldungaráðs og foreldra hennar. Vísir/AFP
Tuttugu hafa verið handteknir í Pakistan vegna svokallaðar „hefndarnauðgunar“. Þeir sem voru handteknir fyrirskipuðu að sextán ára systir manns sem sakaður var um að nauðga tólf ára stúlku skyldi nauðgað. Fyrr í mánuðinum fór bróðir tólf ára stúlkunnar til öldungaráðs úthverfis borgarinnar Multan og sagði mann hafa nauðgað systur sinni.

Ráðið ákvað að hann skyldi nauðga systur mannsins í hefndarskyni. Samkvæmt frétt BBC segir lögreglan að maðurinn hafi gert það. Sextán ára stúlkunni var skipað að koma fyrir ráðið og var henni nauðgað fyrir framan meðlimi þess og foreldra hennar.



Fjölskyldur stúlknanna tengjast ættarböndum. Hins vegar fer tvennum sögum af því hvort að öldungaráðið hafi komið að ákvörðuninni, eða meðlimir fjölskyldnanna hafi sjálfir ákveðið að stúlkunni yrði nauðgað. Öldungaráð hafa lengi úrskurðað um deilur í afskektum þorpum Pakistan og víðar, en þau eru hins vegar ólöglega. Ráð sem þessi hafa margsinnis skipað fyrir um heiðursmorð og nauðganir.

Eftir nauðgunina fóru mæður stúlknanna tveggja til lögreglunnar og kærðu.

Lögreglan leitar enn að manninum sem er sagður hafa nauðgað tólf ára stúlkunni. Báðar stúlkurnar hafa farið til lækna sem staðfestu að þeim hefði verið nauðgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×