Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstri VÍS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verulegur viðsnúningur var í afkomu af vátryggingarekstri á öðrum ársfjórðungi 2017. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var Kauphöllinni í gær.

Þar kemur fram að fjórðungurinn var óvenju tjónaléttur. Það eigi einnig við um ökutækjatryggingar en afkoma af þeim hafi verið óviðunandi.

Drög að árshlutareikningi fyrir fyrri helming ársins gera ráð fyrir að hagnaður samstæðu VÍS fyrir skatta á fyrri árshelmingi 2017 verði um 1,1 milljarður króna fyrir utan hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélagsins Kviku banka. Afkoma Kviku banka getur haft endanleg áhrif á niðurstöðu tímabilsins.

Í tilkynningunni segir að birting rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2017 fari fram eftir lokun markaða fimmtudaginn 24. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×