Viðskipti innlent

Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital settur á laggirnar

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Stærð sjóðsins er fjórir milljarðar við fyrstu lokun.
Stærð sjóðsins er fjórir milljarðar við fyrstu lokun. Crowberry Capital

Nýsköpunarsjóðurinn Crowberry Capital er nýtt fjárfestingarfyrirtæki undir stjórn þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruth Hrafnsdóttur. Konurnar hafa allar reynslu í rekstri og fjármögnun og eru fyrrum starfsmenn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stærð sjóðsins er fjórir milljarðar við fyrstu lokun.Hekla, Helga og Jenný eru sannkallaðar konur í útrás og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Crowberry Capital

Markmið sjóðsins er að fjárfesta í ungum tækni- og þekkingarfyrirtækjum sem munu sækja út og hyggja á vöxt á alþjóðamörkuðum. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í matvælatækni, heilbrigðistækni, orkutækni, fjármálatækni og hugbúnaðartækni eru meðal þeirra sem sjóðurinn hefur áhuga á. Sjóðurinn mun eiga hlut í fyrirtækjunum í allt að tíu ár. Stefnt er að því að sjóðurinn muni kaupa hlutabréf í allt að fimmtán nýjum fyrirtækjum á komandi árum.

Sjóðurinn er samlagshlutafélag en fjárfestar í sjóðnum eru lífeyrissjóðir og einkafjárfestar. Þá munu starfsmenn Crowberry Capital vera virkir fjárfestar og taka sæti í stjórnum þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í.

„Við hlökkum til að skapa verðmæti og taka þátt í uppbyggingu á fyrirtækjum framtíðarinnar með því að fjárfesta í íslensku hugviti. Það er von okkar að Íslendingar verði ekki aðeins neytendur á tækni heldur að þau taki þátt í að skapa tækni framtíðarinnar,” segir Jenný Ruth Hrafnsdóttir, einn stofnandi Crowberry Capital GP.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,43
39
632.150
SJOVA
2,31
11
350.911
VIS
1,29
1
494
HAGA
1,08
8
125.614
EIM
0,71
5
36.098

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,4
8
38.277
ORIGO
-0,48
1
927
ARION
-0,47
41
40.420
MARL
-0,32
6
64.341
REGINN
-0,22
7
102.573