Erlent

Stal munum frá Auschwitz fyrir listaverkefni

Samúel Karl Ólason skrifar
Safnið hefur farið fram á að þýfinu verði skilað hið snarasta og stendur til að kæra hana til yfirvalda í Póllandi.
Safnið hefur farið fram á að þýfinu verði skilað hið snarasta og stendur til að kæra hana til yfirvalda í Póllandi. Vísir/EPA
Listneminn Rotem Bides hefur viðurkennt að hafa stolið ýmsum munum frá Auschwitz safninu í Póllandi. Meðal annars stal hún skilti sem á stóð að bannað væri að taka muni í útrýmingarbúðunum. Mununum stal hún vegna listaverkefnis sem hún var að gera og af ótta við að helförin myndi á endanum „verða að goðsögn“, að eigin sögn.

Safnið hefur farið fram á að þýfinu verði skilað hið snarasta og stendur til að kæra hana til yfirvalda í Póllandi. Einnig verður farið fram á að yfirvöld í Ísrael sjái um að koma mununum aftur til Póllands.

Hún er þó frá Ísrael og hefur flutt þýfið þangað samkvæmt viðtali við hana í Yedioth Ahronoth. Um er að ræða glerbrot, skrúfu, skálar, jarðveg og skilti. Safnið hefur ávalt bannað gestum að taka hluti upp af jörðinni.

Kennarinn sem er yfir verkefni hennar segist ekkert sjá að því að hún hafi tekið munina, samkvæmt frétt BBC.

Í seinni heimsstyrjöldinni voru rúm milljón manna myrt í Auschwitz, þar af flestir gyðingar. Afi og amma Bides voru í búðunum en lifðu þær af.


Tengdar fréttir

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×