Handbolti

Dröfn í stað Hafdísar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dröfn hefur leikið níu A-landsleiki.
Dröfn hefur leikið níu A-landsleiki. Vísir/Stefán
Handboltamarkvörðurinn Dröfn Haraldsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Val.

Dröfn, sem er 26 ára, hefur einnig leikið með ÍBV, FH, HK og ÍR.

Dröfn hefur leikið níu A-landsleiki og var í íslenska hópnum sem fór á EM 2012 í Serbíu.

Dröfn kemur til með að fylla skarð Hafdísar Renötudóttur sem er farin til SönderjyskE í Danmörku.

Þá hefur Sólveig Lára Kjærnested framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Sólveig er fyrirliði Stjörnunnar sem varð bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Hafdís samdi við SönderjyskE

Markvörðurinn efnilegi Hafdís Renötudóttir er á leið til Danmerkur en hún hefur samið við SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×