Erlent

Yngri en 21 árs fái ekki aðgang

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tilkynnt var um sex nauðganir á nýliðinni Hróarskelduhátíð.
Tilkynnt var um sex nauðganir á nýliðinni Hróarskelduhátíð. NORDICPHOTOS/GETTY
Meina á körlum undir 21 árs að dvelja á tjaldstæðinu á Hróarskelduhátíðinni í tilraunaskyni í tvö ár. Þetta er innlegg Henriks Marstal, tónlistarmanns, rithöfundar og frambjóðanda til danska þingsins, í umræðuna. Á nýliðinni Hróarskelduhátíð var tilkynnt um sex nauðganir.

Aðstandendum hátíðarinnar líst ekki á tillögu tónlistarmannsins. Verið sé að hrinda öðrum hugmyndum í framkvæmd. Nú séu tónlistarhátíðarhaldarar auk þess í samvinnu við nokkur samtök sem berjast gegn kynferðislegu ofbeldi.

Þeir sem stóðu að Bråvallatónlistarhátíðinni í Norrköping í Svíþjóð um síðastliðna helgi hafa lýst því yfir að hún verði ekki haldin á næsta ári. Þeir séu þar með að taka afstöðu gegn kynferðislegu ofbeldi.

Tilkynnt var um fjórar nauðganir á Bråvallahátíðinni og 23 önnur kynferðisbrot. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×