Hætt að kippa sér upp við sverð og höfuðkúpur á Dysnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 12:00 Víkingasverðið sem fannst í þriðja kumlinu er heillegt. Það verður bráðlega flutt til Reykjavík þar sem það mun gangast undir rannsóknir og aldursgreiningu. Hildur Gestsdóttir Fornleifauppgröftur á Dysnesi norðan Akureyrar er enn í fullum gangi en uppgröftur stendur nú yfir í þriðja kumlinu af sex á svæðinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir rannsakendur hætta að kippa sér upp við fornleifafundi vegna þess hversu tíðir þeir eru á svæðinu. Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi hófst um miðjan júní en samtals hafa fundist sex kuml, sem talin eru vera frá víkingaöld, og þar af tvö bátskuml. Uppgröftur á þriðja kumlinu stendur nú yfir. „Við erum núna að klára þriðja kumlið af sex en því hafði töluvert verið raskað af sjó og líka á einhverjum tímapunkti raskað af mannavöldum,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni í Dysnesi.Höfuðkúpa og viðarskjöldur á meðal þess sem fannst Nú í vikunni fundu rannsakendur höfuðkúpu og skjöld í þessu þriðja kumli uppgraftarins. Í skildinum hafði varðveist töluvert af viði sem er sjaldgæfur fundur við þessar kringumstæður. „Í þessu kumli fundum við höfuðkúpu, en ég er ekki búin að hreinsa hana og skoða hana þannig að ég veit ekki kynið á einstaklingnum,“ segir Hildur. „Ofan á hana hafði verið lagður skjöldur á hvolfi, og við vorum með skjaldarbóluna en hún var mjög brotin, og svo voru viðarleifar í kringum hana. Það sem gerist gjarnan með við er að hann varðveitist þar sem hann snertir járn, þannig að viðarsérfræðingurinn mun geta greint tegund viðarins.“Hér sést móta fyrir höfuðkúpu til vinstri á mynd. Fyrir miðið sést skjaldarbólan, kúpt járnstykki í miðju skjaldarins sem fannst í þriðja kumlinu.Hildur GestsdóttirAnnað víkingasverð komið í leitirnar í gríðarstórum kumlunum Þá fundu rannsakendur einnig annað sverð til viðbótar við það sem fannst á dögunum. Sverðið hvíldi í hluta kumlsins sem hvorki hafði orðið fyrir barðinu á sjó né víkingum í ránshug. „Það er mjög heilt og sverðið er allt þarna en það var svolítið ryð á því, þannig að við erum ekkert að raska því í jarðveginum,“ segir Hildur. Skammt frá sverðinu, sem lítið er enn vitað um, fannst einnig stórt brýni og jaspismoli. Það merkilegasta við uppgröftinn segir Hildur þó enn vera umfang kumlanna en þau eru gríðarstór í samanburði við það sem áður hefur fundist hér á landi. „Allir haugarnir og kumlin eru svo ofboðslega stór, við erum að tala um 8 og jafnvel 9 metra hauga sem við sjáum ekki annars staðar. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort þetta sé eyfirsk hefð.“ Þá er mikill fjöldi munanna sem hafa verið grafnir upp einnig mjög merkilegur. Síðast þegar Vísir náði tali af Hildi höfðu enn aðeins fundist fjögur kuml og eitt sverð en nú hefur hins vegar bæst töluvert í safn rannsakenda. „Tvö sverð, þrjú spjót, þrjár skjaldarbólur og perlur, þetta er fullt af dóti og maður er bara hættur að kippa sér upp við þetta,“ segir Hildur. Hún er nú á leið í kærkomið sumarfrí en stefnt er að því að uppgreftrinum ljúki í næstu viku.Áhugamenn um fornleifafræði geta fylgt Hildi á Twitter en hún hefur verið dugleg við að deila fréttum af uppgreftrinum á Dysnesi með fylgjendum sínum.Jæja, hvað gerðuð þið í morgun? #Dysnes #kumlaleit #sverðatwitter pic.twitter.com/PmgpRRNZGt— LandnámsHildur (@beinakerling) July 6, 2017 Skjaldarbóla í bátskumli #kumlaleit pic.twitter.com/PDnqIYDHd0— LandnámsHildur (@beinakerling) June 23, 2017 Tengdar fréttir Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. 16. júní 2017 14:00 Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Fornleifauppgröftur á Dysnesi norðan Akureyrar er enn í fullum gangi en uppgröftur stendur nú yfir í þriðja kumlinu af sex á svæðinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir rannsakendur hætta að kippa sér upp við fornleifafundi vegna þess hversu tíðir þeir eru á svæðinu. Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi hófst um miðjan júní en samtals hafa fundist sex kuml, sem talin eru vera frá víkingaöld, og þar af tvö bátskuml. Uppgröftur á þriðja kumlinu stendur nú yfir. „Við erum núna að klára þriðja kumlið af sex en því hafði töluvert verið raskað af sjó og líka á einhverjum tímapunkti raskað af mannavöldum,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni í Dysnesi.Höfuðkúpa og viðarskjöldur á meðal þess sem fannst Nú í vikunni fundu rannsakendur höfuðkúpu og skjöld í þessu þriðja kumli uppgraftarins. Í skildinum hafði varðveist töluvert af viði sem er sjaldgæfur fundur við þessar kringumstæður. „Í þessu kumli fundum við höfuðkúpu, en ég er ekki búin að hreinsa hana og skoða hana þannig að ég veit ekki kynið á einstaklingnum,“ segir Hildur. „Ofan á hana hafði verið lagður skjöldur á hvolfi, og við vorum með skjaldarbóluna en hún var mjög brotin, og svo voru viðarleifar í kringum hana. Það sem gerist gjarnan með við er að hann varðveitist þar sem hann snertir járn, þannig að viðarsérfræðingurinn mun geta greint tegund viðarins.“Hér sést móta fyrir höfuðkúpu til vinstri á mynd. Fyrir miðið sést skjaldarbólan, kúpt járnstykki í miðju skjaldarins sem fannst í þriðja kumlinu.Hildur GestsdóttirAnnað víkingasverð komið í leitirnar í gríðarstórum kumlunum Þá fundu rannsakendur einnig annað sverð til viðbótar við það sem fannst á dögunum. Sverðið hvíldi í hluta kumlsins sem hvorki hafði orðið fyrir barðinu á sjó né víkingum í ránshug. „Það er mjög heilt og sverðið er allt þarna en það var svolítið ryð á því, þannig að við erum ekkert að raska því í jarðveginum,“ segir Hildur. Skammt frá sverðinu, sem lítið er enn vitað um, fannst einnig stórt brýni og jaspismoli. Það merkilegasta við uppgröftinn segir Hildur þó enn vera umfang kumlanna en þau eru gríðarstór í samanburði við það sem áður hefur fundist hér á landi. „Allir haugarnir og kumlin eru svo ofboðslega stór, við erum að tala um 8 og jafnvel 9 metra hauga sem við sjáum ekki annars staðar. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort þetta sé eyfirsk hefð.“ Þá er mikill fjöldi munanna sem hafa verið grafnir upp einnig mjög merkilegur. Síðast þegar Vísir náði tali af Hildi höfðu enn aðeins fundist fjögur kuml og eitt sverð en nú hefur hins vegar bæst töluvert í safn rannsakenda. „Tvö sverð, þrjú spjót, þrjár skjaldarbólur og perlur, þetta er fullt af dóti og maður er bara hættur að kippa sér upp við þetta,“ segir Hildur. Hún er nú á leið í kærkomið sumarfrí en stefnt er að því að uppgreftrinum ljúki í næstu viku.Áhugamenn um fornleifafræði geta fylgt Hildi á Twitter en hún hefur verið dugleg við að deila fréttum af uppgreftrinum á Dysnesi með fylgjendum sínum.Jæja, hvað gerðuð þið í morgun? #Dysnes #kumlaleit #sverðatwitter pic.twitter.com/PmgpRRNZGt— LandnámsHildur (@beinakerling) July 6, 2017 Skjaldarbóla í bátskumli #kumlaleit pic.twitter.com/PDnqIYDHd0— LandnámsHildur (@beinakerling) June 23, 2017
Tengdar fréttir Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. 16. júní 2017 14:00 Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. 16. júní 2017 14:00
Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00