Maðurinn ekki talinn í lífshættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 17:04 Frá vettvangi slyssing í gærkvöldi. Vísir Maðurinn, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna hjólreiðaslyssins við Skálholtsveg í gær, er ekki talinn í lífshættu. Mótshaldari segist innilega þakklátur fyrir að betur hafi farið en á horfðist í gærkvöldi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem slasaðist mest þeirra fimm er lentu í slysinu í gær, sé ekki lífshættu. „Þetta eru höfuðáverkar en hann er ekki talinn í lífshættu,“ segir Þorgrímur. Þá býst hann ekki við að neinar nýjar fréttir fáist um líðan mannsins fyrr en á morgun.Dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði eins og sést á meðfylgjandi mynd frá vettvangi í gær.VísirBetur fór en á horfðist ef marka má fregnir frá þeim slösuðu Einar Bárðarson, eigandi KIA Gullhringsins, áréttar í samtali við Vísi að allir hlutaðeigandi séu í miklu áfalli. Þá segir hann að betur hafi farið en á horfðist í gær ef marka má myndir af þeim sem eru nú útskrifaðir af sjúkrahúsi. „Við erum ekki með neinar nýjar upplýsingar annað en að það eru allir í miklu áfalli, bæði við mótshaldarar erum slegnir og ættingjar og vinir þeirra sem lentu í þessu,“ segir Einar. „Við höfum verið að fá myndir af þeim sem koma út af sjúkrahúsinu og við erum þakklát fyrir að ekki fór verr.“ Þá vill hann aftur þakka viðbragðsaðilum á svæðinu í gær fyrir fagmannleg vinnubrögð. „Ég ítreka aftur þakkir til viðbragðsaðila í Árnessýslu og bara ótrúlegt hvernig allir þessir aðilar komu á innan við 10 mínútum á þennan afskekkta stað. Það er bara kraftaverk,“ segir Einar þakklátur. Komið hefur í ljós að slysið varð eftir að dekk fór ofan í rauf á kindahliði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Slysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm keppendur í Gullhringnum skullu saman. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Maðurinn, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi vegna hjólreiðaslyssins við Skálholtsveg í gær, er ekki talinn í lífshættu. Mótshaldari segist innilega þakklátur fyrir að betur hafi farið en á horfðist í gærkvöldi. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem slasaðist mest þeirra fimm er lentu í slysinu í gær, sé ekki lífshættu. „Þetta eru höfuðáverkar en hann er ekki talinn í lífshættu,“ segir Þorgrímur. Þá býst hann ekki við að neinar nýjar fréttir fáist um líðan mannsins fyrr en á morgun.Dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði eins og sést á meðfylgjandi mynd frá vettvangi í gær.VísirBetur fór en á horfðist ef marka má fregnir frá þeim slösuðu Einar Bárðarson, eigandi KIA Gullhringsins, áréttar í samtali við Vísi að allir hlutaðeigandi séu í miklu áfalli. Þá segir hann að betur hafi farið en á horfðist í gær ef marka má myndir af þeim sem eru nú útskrifaðir af sjúkrahúsi. „Við erum ekki með neinar nýjar upplýsingar annað en að það eru allir í miklu áfalli, bæði við mótshaldarar erum slegnir og ættingjar og vinir þeirra sem lentu í þessu,“ segir Einar. „Við höfum verið að fá myndir af þeim sem koma út af sjúkrahúsinu og við erum þakklát fyrir að ekki fór verr.“ Þá vill hann aftur þakka viðbragðsaðilum á svæðinu í gær fyrir fagmannleg vinnubrögð. „Ég ítreka aftur þakkir til viðbragðsaðila í Árnessýslu og bara ótrúlegt hvernig allir þessir aðilar komu á innan við 10 mínútum á þennan afskekkta stað. Það er bara kraftaverk,“ segir Einar þakklátur. Komið hefur í ljós að slysið varð eftir að dekk fór ofan í rauf á kindahliði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Slysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm keppendur í Gullhringnum skullu saman.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54