Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Valur Ragnarsson tekjuhæsti forstjórinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Valur Ragnarsson, Róbert Wessman, Tómas Már Sigurðsson og Grímur Karl Sæmundsen.
Valur Ragnarsson, Róbert Wessman, Tómas Már Sigurðsson og Grímur Karl Sæmundsen. Vísir
Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, er tekjuhæsti forstjóri fyrirtækis á Íslandi. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsar verslunar sem gefið var út í morgun. Miðað við könnun blaðsins var Valur með 24 milljónir og 561 þúsund krónur á mánuði.

Í öðru sæti er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 19 milljónir. Þar á eftir kemur Grímur Karl Sæmundsson, forstjóri Bláa Lónsins, með 11,8 milljónir. Í því fjórða er Tómas Már Sigurðsson, forstjóri hjá Alcoa með 8,5 milljónir.

Fjölnir Torfason, gistihúsaeigandi, Hala í Suðursveit, er í fimmta sæti með rétt tæpar átta milljónir á mánuði.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er númer sex með 7,67 milljónir króna og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, er í sjöunda sæti með 7,56 milljónir króna.

Finnur Árnason, forstjóri Haga er í því áttunda með 6,12 milljónir króna á mánuði og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa, er næstur með rétt rúmar sex milljónir.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, er efsta konan á listanum yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja. Hún er í tíunda sæti með 5,5 milljónir króna á mánuði.

Vert er að taka fram að könnun Frjálsar verslunar byggir á útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur. Þá þurfa tölurnar ekki að endurspegla föst laun í fyrra þar sem allar tekjur ákvarða útsvar. Þær gætu verið fyrir setu í nefndum, önnur aukastörf og vegna kaupréttarsamninga. Jafnvel hafa margir tekið út séreignarsparnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×