Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Framkvæmdastjóri skilanefndar Landsbankans með forstjóralaun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ársæll Hafsteinsson er meðal háttsettustu starfsmanna skilanefndar Landsbankans. Hann var áður yfirmaður lögfræðisviðs bankans og þar á undan yfirmaður lögfræðisviðs Búnaðarbankans.
Ársæll Hafsteinsson er meðal háttsettustu starfsmanna skilanefndar Landsbankans. Hann var áður yfirmaður lögfræðisviðs bankans og þar á undan yfirmaður lögfræðisviðs Búnaðarbankans.
Ársæll Hafsteinsson, héraðsdómslögmaður og framkvæmdastjóri skilanefndar Landsbankans, er langtekjuhæsti lögfræðingur Íslands með rúmar 23 milljónir í laun á mánuði. Til samanburðar er Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, tekjuhæsti forstjóri fyrirtækis á Íslandi með 24,5 milljónir á mánuði.

Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Í öðru sæti listans er Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og eigandi Draupnis lögmannsþjónustu, með 7,6 milljónir á mánuði. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigandi Logos er sá þriðji með 6,37 milljónir á mánuði.

Ragnar Björgvinsson lögmaður hjá Glitni er í fjórða sæti listans með 6,3 milljónir á mánuði og Arnaldur Jón Gunnarsson lögmaður hjá Kaupþingi í því fimmta með 3,4 milljónir.

Í sjötta sæti listans er Baldvin Björn Haraldsson hjá BBA lögmannsstofu með 3,4 milljónir. Birna Hlín Káradóttir, yfirlögfræðingur Fossa, er efsta kona á lista í sjötta sæti með 3,3 milljónir á mánuði.

Þröstur Ríkharðsson hæstaréttarlögmaður hjá Meritas er í því sjöunda með 3,2 milljónir. Þá er Kristján Þorbergsson, hæstaréttarmaður hjá Landslögum með 2,6 milljónir og vermir níunda sæti listans. Sá tíundi er Helgi I. Jónsson, hæstaréttardómari með 2,5 milljónir.

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2016 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×