Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Kristján Óskarsson tekjuhæsti bankamaðurinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kristján Óskarsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyritækis á Íslandi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Kristján Óskarsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyritækis á Íslandi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Vísir/Vilhelm
Kristján Óskarsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyrirtækis á Íslandi með 8,4 milljónir í laun á mánuði.

Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Í öðru sæti listans er Páll Haraldsson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, með 6,9 milljónir. Christopher M Perrin, stjórnarformaður ALMC (áður Straumur Burðarás) er í því þriðja með 6,8 milljónir á mánuði.

Snorri Arnar Viðarsson í skilanefnd Glitnis er í fjóðrasæti listans með 6,67 milljónir á mánuði. Þá er Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq á Íslandi í því fimmta með 6,89 milljónir.

Halldór Bjarkar Lúðvígsson hjá Valitor er í sjötta sæti listans með 5,78 milljónir á mánuði og þá er Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, í því sjöunda með 5,4 milljónir á mánuði.

Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans) er í áttunda sæti listans með 4,9 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er fyrsta kona á lista í níunda sæti með 4,66 milljónir og Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums, er í því tíunda með 4,44 milljónir

Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2016 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×