Viðskipti innlent

Sjóvá bætir við hlut sinn í N1

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. vísir/valli
Tryggingafélagið Sjóvá bætti við eignarhlut sinn í olíufélaginu N1 í síðustu viku og átti síðasta fimmtudag samtals 5.740.836 hluti eða 2,3 prósent hlutafjár í félaginu. Tryggingafélagið er þar með aftur á lista yfir stærstu hluthafa í N1, en þar hefur félagið ekki verið undanfarnar vikur.

Miðað við gengi hlutabréfa N1 í gær er eignarhlutur Sjóvár metinn á um 690 milljónir króna.

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru eftir sem áður stærstu hluthafar í olíufélaginu.

Eins og kunnugt er hefur olíufélagið tilkynnt um áform sín um að kaupa Festi, næststærsta smásölufélag landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×