Viðskipti innlent

Engin hrein raunávöxtun hjá lífeyrissjóðum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ávöxtun lífeyrissjóðanna versnaði verulega í fyrra.
Ávöxtun lífeyrissjóðanna versnaði verulega í fyrra. vísir/valli
Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna var engin, núll prósent, í fyrra. Versnaði hún verulega á milli ára en hún reyndist átta prósent árið 2015. Ávöxtunin var ein sú versta innan OECD-ríkjanna. Meðaltalsávöxtunin innan OECD var 2,8 prósent í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Fjármálaeftirlitsins um stöðu íslensku lífeyrissjóðanna.

Hrein raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða síðastliðin 25 ár er 4,3 prósent og er vel yfir langtímaviðmiði þeirra um 3,5 prósenta árlega ávöxtun.

Þá var hrein raunávöxtun séreignarsparnaðar lífeyrissjóða neikvæð um 0,7 prósent á liðnu ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×