Viðskipti innlent

Krónan styrkst um tæp 8 prósent á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðasta ári styrktist gengi krónu um 18,4 prósent.
Á síðasta ári styrktist gengi krónu um 18,4 prósent. Fréttablaðið/GVA
Gengi krónu styrkstist um 7,7 prósent frá áramótum til dagsloka þann 15. júní síðastliðinn. Á tímabilinu hefur gengi krónu á mælikvarða vísitölu meðalgengis styrkst gagnvart öllum 13 gjaldmiðlum vísitölunnar, mest á móti brasilísku ríal (12,47 prósent) en minnst á móti rússnesku rúblunni (4,5 prósent). Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Af þeim fimm gjaldmiðlum sem eru með mest vægi í vísitölunni, hefur mest styrking átt sér stað gagnvart Bandaríkjadal, eða um 11,8 prósent. Á móti evru nemur gengisstyrkingin 5,7 prósentum.

Á síðasta ári styrktist gengi krónu um 18,4 prósent. Fram kemur í Hagsjánni að undanfarin 3 til 4 ár hefur gengi krónu styrkst verulega. Þann 14. mars voru fjármagnshöftin afnumin að langmestu leyti. Frá þeim tíma hefur gengi krónu haldið áfram að styrkjast. Gengisstyrkingin nemur um 6,7 prósent gagnvart vísitölu meðalgengis, 5,1 prósent á móti evru og 10 prósent á móti Bandaríkjadal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×