Erlent

Konungur Sádí Araba skipar nýjan krónprins og breytir erfðaröðinni

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mohammed bin Salman glaður í bragði.
Mohammed bin Salman glaður í bragði. Vísir/Getty
Konungur Sádí Arabíu, sem yfirleitt er kallaður Salmann konungur,  hefur tilkynnt að sonur hans, Mohammed bin Salman, muni verða næstur í röðinni til að taka við konungssætinu. Salmann konungur hefur verið í embætti frá árinu 2015 og tók við af hálf-bróður sínum. BBC greinir frá. 

Mohammed bin Salman mun þá koma í staðinn fyrir frænda sinn sem er 57 ára að aldri, Mohammed bin Nayef. Hann var krónprins fyrir þessa ákvörðun konungsins og hafði áður verið vinsæll í embætti. Nayef hafði yfirumsjón með baráttunni gegn stuðningsmönnum  al- Qaeda samtakanna.

Með ákvörðun konungsins verður sonur hans einnig fulltrúi forsætisráðherra en fyrir er hann varnarmálaráðherra. Í kjölfarið hefur Mohammed bin Nayef einnig verið vikið úr sæti sem yfirmaður varnarmála. Nayef hefur sýnt frænda sínum stuðning í þessu nýja embætti. 

Mohammed bin Salman mun verða fremur ungur konungur en yfirleitt hafa konungar Sádí Arabíu verið á aldrinum 70 til 80 ára. Yngri kynslóðin telur þetta jákvæðar breytingar. Mohammed bin Salman hefur þó verið umdeildur á sínum starfsvettvangi, meðal annars fyrir að hafa leitt stríð Sádí Araba gegn Jemen. Herferðin hefur verið gagnrýnd fyrir að brjóta á mannréttindum saklausra borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×