Erlent

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Í viðtali við Fox News sagði Trump vináttu Muellers við James Comey, sem Trump rak úr embætti yfirmanns FBI, vera truflandi. Bíða þyrfti og sjá hvort hann færi fram á að Mueller myndi stíga til hliðar. Hann sagði þó að Mueller væri heiðarlegur og góður maður.

Mueller var skipaður sérstakur ráðgjafi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna við rannsóknina í kjölfar brottreksturs Comeys.

Fjölmiðlar segja að Mueller rannsaki hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar en sjálfur hefur Mueller ekki tjáð sig um það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×