Erlent

Greiddu lausnargjaldið en hafa ekki fengið gögnin aftur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fórnarlömbum var skipað að greiða ríflega 30. þúsund íslenskar krónur í Bitcoin rafeyri.
Fórnarlömbum var skipað að greiða ríflega 30. þúsund íslenskar krónur í Bitcoin rafeyri. vísir/epa
Fórnarlömb tölvuárása Petya hafa nú þegar greitt hátt í 940.000 í Bitcoin rafeyri í von um að endurheimta gögn sem stolin voru af þeim. Gögnum hefur hins vegar enn ekki verið skilað.

Tölvuárásin átti sér stað á þriðjudaginn og hafði töluverð áhrif fyrirtæki og stofnanir víðs vegar um heim. Um er að ræða árás þar sem gögnum er læst og eina leiðin til að fá gögnin til baka er að greiða lausnargjald. Fórnarlömbum var skipað að greiða ríflega 300 dollara eða 30. þúsund íslenskar krónur í Bitcoin rafeyri. 


Tengdar fréttir

Nýr vírus herjar á heiminn

Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×