Viðskipti innlent

Gló innkallar Bulletproof Collagen Bar vegna tilkynningar um listeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Vörurnar sem um ræðir.
Vörurnar sem um ræðir. Gló
Verslun Gló í Fákafeni hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna Bulletproof Collagen Bar. Ástæðan er tilkynning framleiðanda um listeríusmit (Listeria monocytogenes) sem upp kom í hráefnisverksmiðju birgis.

Í tilkynningu frá Gló segir að ekki hafi verið tilkynnt um smit vegna neyslu vörunnar en af öryggisástæðum séu neytendur beðnir um að neyta vörunnar ekki heldur skila henni gegn endurgreiðslu.

„Innköllunin á við um allar bragðtegundir og stærðir með eftirfarandi lotunúmer:

Fudge Brownie Collagen Bar (Lotunúmer: 0957-01, 1007-01, 1087-01, 1177-01, 1257-01, 1437-01, 1497-01)

Fudge Brownie Collagen Bite (Lotunúmer: 1227-01, 1327-01, 1517-01)

Lemon Cookie Collagen Protein Bar (Lotunúmer: 1017-01, 1027-01, 1387-01)

Vanilla Shortbread Collagen Protein Bar (Lotunúmer: 1097-01, 1167-01, 1237-01, 1357-01)

Vanilla Shortbread Collagen Protein Bite (Lotunúmer: 1147-01, 1217-01),“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×