Viðskipti erlent

Amazon kaupir Whole Foods

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið.
Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið. Vísir/EPA
Netrisinn Amazon mun festa kaup á bandarísku matvörukeðjuna Whole Foods. BBC greinir frá því að kaupverðið sé 13,7 milljarðar dollara og að þetta sé stærsta innreið Amazon inn á hinn hefðbundna smásölumarkað.

Amazon mun borga 42 dollara fyrir hvern hlut í fyrirtækinu. Whole Foods sem stofnað var árið 1978 er leiðandi í sölu á lífrænum mati. Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið.

Whole Foods hefur verið undir aðhaldi frá fjárfestum undanfarið vegna dræmrar sölu og aukinnar samkpenni. Í síðasta mánuði var nýr fjármálastjóri ráðinn til fyrirtækisins og komu nýir aðilar inn í stjórn fyrirtækisins.

Kaupverð Whole Foods er 27 prósent hærra en markaðsvirði fyrirtækisins þegar makaðir lokuðu á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×