Viðskipti erlent

Amazon kaupir Whole Foods

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið.
Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið. Vísir/EPA

Netrisinn Amazon mun festa kaup á bandarísku matvörukeðjuna Whole Foods. BBC greinir frá því að kaupverðið sé 13,7 milljarðar dollara og að þetta sé stærsta innreið Amazon inn á hinn hefðbundna smásölumarkað.

Amazon mun borga 42 dollara fyrir hvern hlut í fyrirtækinu. Whole Foods sem stofnað var árið 1978 er leiðandi í sölu á lífrænum mati. Fyrirtækið rekur 460 verslanir í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og starfa 87 þúsund manns fyrir fyrirtækið.

Whole Foods hefur verið undir aðhaldi frá fjárfestum undanfarið vegna dræmrar sölu og aukinnar samkpenni. Í síðasta mánuði var nýr fjármálastjóri ráðinn til fyrirtækisins og komu nýir aðilar inn í stjórn fyrirtækisins.

Kaupverð Whole Foods er 27 prósent hærra en markaðsvirði fyrirtækisins þegar makaðir lokuðu á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
0,57
10
116.262
TM
0,45
4
120.727
N1
0,22
3
128.144
SIMINN
0
6
181.616
VIS
0
2
33.010

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,64
5
50.594
REITIR
-1,58
7
202.250
REGINN
-1,37
3
36.922
SJOVA
-0,91
1
929
EIM
-0,77
16
62.720