Lífið

Tökur á kvikmyndinni Mihkel fóru fram við landamæri Rússlands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuð á setti.
Stuð á setti.
Spennu-drama myndin Mihkel verður frumsýnd næsta haust en tökur fara nú fram í Eistlandi. Myndin er eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og byggir lauslega á einu umtalaðasta sakamáli síðari ára, líkfundarmálinu á Neskaupstað árið 2004. Tveir Íslendingar höfðu skipulagt smyglið ásamt eiturlyfjahring í austur-Evrópu.

Fyrra tökutímabil myndarinnar hófst 14. nóvember s.l. og fór fram í Reykjavík, Kópavogi, Keflavík og Djúpavogi. Tökum í Eistlandi lauk sl. föstudag. 

Ari Alexander Ergis Magnússon er leikstjóri kvikmyndarinnar.
Tökuliðið var við vinnu á Kaberneeme ströndinni rétt fyrir utan Tallinn ásamt því að taka upp í miðborg Tallinn, í Narva við landamæri Rússlands, en á milli landanna rennur á sem skilur löndin að. Í Narva er 90% íbúa rússneskir og umhverfið magnað.

Með aðalhlutverk fara Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðsson ásamt eistnesku leikurunum Paaru Oja og Kasper Velberg en þeir hafa báðir mikla reynslu sem leikarar og hafa unnið til fjölda verðlauna í kvikmyndabransanum.

Myndin hefst í Eistlandi þegar Mihkel og Igor eru litlir strákar ásamt vinkonu þeirra Veeru en með hlutverk þeirra fara Rauno Jonas Küngas, Braian Kulp og Greete-Elena Priisalu.

Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá Truenorth framleiða myndina ásamt Friðrik Þór Friðrikssyni. Meðframleiðendur myndarinnar Evelin Soosar-Pentilla hjá Amrion í Eistlandi og Egil Odergard hjá Filmhuset í Noregi.

Meðfylgjandi myndir eru af tökustað á myndinni Mihkel.

Þessi krakkar fara með leiksigur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×