Lífið

Vandræðalegasta augnablik ársins: Seinfeld neitaði að faðma Kesha

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Seinfeld neita Kesha.
Hér má sjá Seinfeld neita Kesha.
Þættirnir Seinfeld eru ennþá í dag gríðarlega vinsælir þrátt fyrir að síðasti þátturinn hafi farið í loftið árið 1998. Aðalpersónan Jerry Seinfeld kom sér oft á tíðum í mjög vandræðalega aðstöðu í þáttunum.

Í gær var kappinn aftur á móti mættur í veislu í Kennedy-höllinni í Washington og lenti heldur betur í vandræðalegri stöðu.

Seinfeld var í miðju viðtali þegar söngkonan Kesha gekk að honum og sagði; „Guð minn góður, ég elska þig svo mikið, og spurði í kjölfarið; mætti ég faðma þig?“

Jerry Seinfald var ekki lengi að hugsa sig um og svaraði um hæl; „Nei takk.“

Þegar Kesha gekk í burtu sagði hann við fréttamanninn; „Ég hef ekki hugmynd hver þetta var.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×