Erlent

Ný könnun bendir til að breskir Íhaldsmenn missi meirihlutann

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Ný skoðanakönnun YouGov sem gerð var fyrir The Times bendir til að breski Íhaldsflokkurinn muni missa meirihluta sinn á breska þinginu í kosningunum sem fram fara 8. júní næstkomandi.

Skoðanakannanir síðustu mánaða hafa bent til að það stefni í stórsigur Íhaldsflokksins, en samkvæmt könnun YouGov gæti Íhaldsflokkurinn hins vegar misst tuttugu af 330 þingsætum sínum og Verkamannaflokkurinn bætt við sig þrjátíu þingsætum.

Gangi þetta eftir myndi Íhaldsmönnum vanta sextán þingsæti til að vera með hreinan meirihluta á þinginu, en til þess þarf flokkur að ná 326 þingmönnum.

Aðrar nýlega kannanir hafa bent til að Verkamannaflokkurinn sé að auka fylgi sitt, en að Íhaldsmenn muni ná öruggum meirihluta.


Tengdar fréttir

Þjarmað að Corbyn og May í sjónvarpi

Jeremy Corbyn og Theresa May komu fram í einskonar kappræðum á sjónvarpsstöðinni Sky í gær en kosið verður í Bretlandi þann 8. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×