Erlent

Trump er vaknaður: Spyr hver geti fundið út sanna merkingu „covfefe“

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump í símanum.
Donald Trump í símanum. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti getur greinilega haft húmor fyrir sjálfum sér því hann birti í morgun tíst þar sem hann spyr hver geti fundið út sanna merkingu orðsins „covfefe“.

Netverjar hafa óspart grínast með tíst forsetans frá því í gærkvöldi eftir að orðið „covfefe“ kom fyrir í að því er virðist hálfkláruðu tísti hans.

Tíst forsetans hófst á orðunum „Despite the constant negative press covfefe“, og þykir líklegt að orðið „covfefe“ hafi átt að vera „coverage“. Mætti þýða setninguna sem eða „Þrátt fyrir látlausa neikvæða umfjöllun fjölmiðla“, en þó er ljóst að síðari hluta hugsunar Trump vantaði.

Forsetinn virðist fyrir mistök hafa birt tístið áður en hann lagðist til hvílu. Hann hefur nú fjarlægt tístið af Twitter-síðu sinni.

Að neðan má sjá Twitter-notendur spá og spekúlera með nýyrði dagsins, „covfefe“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×