Erlent

Einn lést og fimm særðust í sjálfsmorðsárás í Jakarta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, athafnar sig á vettvangi árásarinnar.
Lögregla í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, athafnar sig á vettvangi árásarinnar. Vísir/AFP
Lögregluþjónn lést í sjálfsmorðsárás í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í dag. Að minnsta kosti fimm eru særðir. Maðurinn sem talinn er hafa staðið að árásinni lést einnig. BBC greinir frá.

Tvær sprengjur eru taldar hafa sprungið með fimm mínútna millibili um klukkan 21 að staðartíma í Kampung Melayu í austurhluta borgarinnar.

Í janúar á síðasta ári létust átta í sprengju- og skotárás í miðborg Jakarta en hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var sú fyrsta af hendi samtakanna í Suðaustur-Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×